Hoppa yfir valmynd

Kvörtunarmáli vegna áframsendingar tölvupósts vísað frá

Tungumál EN
Heim
9. nóvember 2016

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 16/2016 

Ákvörðunin varðar kvörtun einstaklings vegna þess að einkatölvupóstur sem viðkomandi sendi til annars einstaklings var áframsendur annað og endaði sem umfjöllunarefni í fjölmiðlum.
Var kvörtunin send inn til Póst- og fjarskiptastofnunar á grundvelli 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti þar sem segir:

,,Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum."

Þar sem kvartandi sendi sjálfur upphaflega póstinn og ekki er hægt að telja að hann hafi sent hann á rangan aðila fyrir mistök, telur PFS að ákvæðið eigi ekki við hann í þessu tilfelli. Þá liggur ekkert fyrir í gögnum málsins um að sá sem áframsendi póstinn frá kvartanda hafi gert það fyrir mistök og hefur hann hvorki lagt fram kvörtun þess efnis né tjáð sig um málið að öðru leyti. Stofnunin vísar því málinu frá.

Ákvörðun PFS nr. 16/2016 - Notkun tölvupósts sem sendur var fyrir meint mistök

 

 

Til baka