Hoppa yfir valmynd

Samráð um markaðsgreiningu á markaði fyrir lúkningu í talsímanetum

Tungumál EN
Heim

Samráð um markaðsgreiningu á markaði fyrir lúkningu í talsímanetum

10. október 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á markaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum.

Um að ræða markað 1 í tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um viðkomandi markaði frá 2016.

Þessi markaður var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 36/2012 frá 14. desember 2012. Síminn, Fjarskipti (Vodafone), Símafélagið, Hringdu og Nova voru útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk í eigin talsímanetum. Heildsölukvaðir voru lagðar á öll fyrirtækin um aðgang, jafnræði, gagnsæi og eftirlit með gjaldskrá. Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað var eingöngu lögð á Símann og Vodafone, auk þess sem kvöð um birtingu viðmiðunartilboða var lögð á Símann.

Á markaði fyrir lúkningu í talsímaneti eru enn til staðar óyfirstíganlegar aðgangshindranir þar sem ekkert fyrirtæki getur boðið lúkningar nema í sínu eigin neti. Öll fyrirtæki eru því með 100% markaðshlutdeild í sínu neti. PFS hyggst útnefna öll fyrirtæki sem starfa á þessum markaði sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk, en um er að ræða eftirtalin fyrirtæki: Síminn, Fjarskipti (Vodafone), Símafélagið, Hringdu, Nova og Tismi.

PFS hyggst viðhalda og leggja á kvaðir á framangreind fyrirtæki um aðgang, jafnræði, gagnsæi og eftirlit með gjaldskrá sem mun verða framkvæmt með verðsamanburði.

Kvöð á Símann og Vodafone um bókhaldslegan aðskilnað verði afnumin. Jafnframt hyggst PFS fella niður kvöð á Símanum um birtingu viðmiðunartilboðs.

Óskað er viðbragða fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 10. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veitir Guðmann Bragi Birgisson, netfang: gudmann(hjá)pfs.is.

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Sjá samráðsskjal:

Frumdrög - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016)

 

 

Til baka