Hoppa yfir valmynd

BEREC, samtök fjarskiptaeftirlitsstofnana Evrópu með opinn upplýsingafund í framhaldi af þingi sínu

Tungumál EN
Heim

BEREC, samtök fjarskiptaeftirlitsstofnana Evrópu með opinn upplýsingafund í framhaldi af þingi sínu

26. febrúar 2016

BEREC – Body of European Regulators for Electronic Communications er samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana innan Evrópusambandsins. Á vettvangi samtakanna er unnið að framkvæmd og útfærslu tilskipana ESB varðandi fjarskiptaregluverk í Evrópu og markmiða um uppbyggingu innri markaðar fyrir fjarskipti innan Evrópu sem ætlað er að bæta hag bæði neytenda og fyrirtækja. Fjórum sinnum á ári koma æðstu embættismenn fjarskiptaeftirlitsstofnana Evrópu saman til þings á vegum BEREC þar sem gerðar eru ýmsar samþykktir sem stuðla eiga að því að fyrrgreindar tilskipanir og markmið nái fram að ganga. Dagana 25. og 26. febrúar stendur yfir slíkt þing í Rotterdam í Hollandi. Fulltrúar Íslands hafa þar stöðu áheyrnarfulltrúa í gegn um EES-samninginn.

Innan BEREC er lögð áhersla á gegnsæ vinnubrögð og upplýsingar til almennings og hagsmunaaðila um það sem fram fer á fundum þess. Liður í því eru opnir fundir þar sem lagðar eru fram skýrslur um fundi ráðsins.

Þriðjudaginn 2. mars nk. verður haldinn opinn fundur í Brussel þar sem kynntar verða niðurstöður nýlokins þings. Ekki er gert ráð fyrir að allir sem hafa áhuga komist á staðinn og þess vegna verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu og leggja fram spurningar beint til formanns BEREC og annarra ræðumanna í gegn um Twitter eða með tölvupósti.

Til þess að fylgjast með fundinum og taka þátt þarf þó að skrá sig fyrirfram, og er frestur til að skrá sig til 29. febrúar nk.
Frekari upplýsingar og skráningarform er að finna á vefsíðu BEREC.

 

 

Til baka