Hoppa yfir valmynd

Netöryggissveitin CERT-ÍS verður elfd

Tungumál EN
Heim

Netöryggissveitin CERT-ÍS verður elfd

11. febrúar 2016

Ákveðið hefur verið að netöryggissveitin CERT-ÍS verði áfram innan Póst- og fjarskiptastofnunar en verði ekki flutt þaðan eins og frumvarpsdrög sem kynnt voru til umsagnar sl. haust gerðu ráð fyrir.  Einnig verða gerðar ráðstafanir til að efla starf hennar frá því sem nú er með gerð þjónustusamninga við rekstraraðila mikilvægra innviða samfélagsins á grundvelli núgildandi laga og reglugerðar.

Innanríkisráðuneytið vinnur að þessu verkefni í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun og síðar þá aðila sem málið mun varða.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins í dag.

 

 

Til baka