Hoppa yfir valmynd

Samráð um fyrirhugaða útnefningu fyrirtækis með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið

Tungumál EN
Heim

Samráð um fyrirhugaða útnefningu fyrirtækis með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið

10. febrúar 2016

Eins og fram kom í frétt PFS frá 28. janúar s.l., var ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um útnefningu Mílu með alþjónustukvöð til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið felld úr gildi af úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.

Því liggur fyrir PFS að taka nýja ákvörðun um útnefningu fyrirtækis með slíka alþjónustukvöð. Stofnunin kallar nú eftir samráði við hagsmunaaðila til að undirbúnings töku þeirrar ákvörðunar og hér fyrir neðan er hægt að nálgast samráðsskjal um málið. Leitast er við að útfæra alþjónustukvöðina með eins einföldum og skýrum hætti og kostur er, og eru fyrri alþjónustukvaðir, sem hvíldu ágreiningslaust á Mílu á árunum 2007-2014, hafðar til fyrirmyndar.

Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila á því samráðsskjali sem hér er birt. Stofnunin mun í framhaldinu yfirfara þær athugasemdir sem berast og taka síðan ákvörðun um útnefningu alþjónustuveitanda með skyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskipanetið.

Frestur til að koma að athugasemdum er til 24. febrúar 2016.

PFS mun að loknu samráði birta samantekt um niðurstöður samráðsins.

Samráðsskjal: Forsendur alþjónustuútnefningar

 

 

Til baka