Hoppa yfir valmynd

Lög um þriðju kynslóð farsíma felld úr gildi

Tungumál EN
Heim

Lög um þriðju kynslóð farsíma felld úr gildi

4. febrúar 2016

Þann 1. febrúar s.l. samþykkti Alþingi lög um brottfall laga nr. 8/2005 um þriðju kynslóð farsíma (3G). Voru lögin bundin við eldri tæknistaðla og þóttu ekki lengur þjóna tilgangi sínum.

Þá voru ýmis skilyrði í lögunum sem gerðu það torvelt að úthluta þeim tíðnum sem enn er eftir óráðstafað á tíðnisviðinu. Í frumvarpinu er að finna stutta samantekt um þau atriði:

  • Nýting á tíðnisviðinu er bundin við þriðju kynslóðar farsímaþjónustu, þ.e. tíðnisviðið er ekki tæknilega hlutlaust.
  • Úthluta skal tíðniheimildum með útboði, en það kemur t.d. í veg fyrir úthlutun samkvæmt uppboði.
  • Gerðar eru viðamiklar kvaðir um útbreiðslu þjónustunnar sem þegar hefur verið náð.
  • Verð fyrir tíðniheimild er fastákveðið og miðast við útbreiðslu. Með fullum afslætti er verð að lágmarki 40 millj. kr. Verð getur þannig ekki ráðist af markaðsforsendum, t.d. með framkvæmd uppboðs.

Með brottfalli laganna er búið að skapa forsendur fyrir því að úthluta þeim tíðnum sem enn er eftir óraðstafað á 2100 MHz tíðnisviðinu til notkunar fyrir háhraða farnetsþjónustu með tæknilega hlutlausum hætti. Stefnt er að því að það verði gert í uppboði sem fram fari síðar á árinu.

Sjá lög um um brottfall laga um þriðju kynslóð farsíma á vef Alþingis

Sjá einnig frétt hér á vefnum frá 30. september sl. um niðurstöður samráðs um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og áætlun um úthlutun tíðniheimilda.

 

 

 

Til baka