Hoppa yfir valmynd

PFS heimilar Íslandspósti að hækka gjaldskrá fyrir bréf innan einkaréttar um 10%

Tungumál EN
Heim

PFS heimilar Íslandspósti að hækka gjaldskrá fyrir bréf innan einkaréttar um 10%

30. desember 2015

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 35/2015 þar sem stofnunin samþykkir beiðni Íslandspósts, dags. 4. desember 2015, um 10% hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.). Grundvöllur fyrir ákvörðuninni eru fyrirliggjandi gögn frá Íslandspósti um fækkun bréfasendinga og kostnaðarhækkanir.

Eftir hækkunina verður póstburðargjald fyrir bréf sem eru 50 gr. eða léttari eftirfarandi:

A póstur: hækkar úr 159 kr. 170 kr.
B póstur: hækkar úr 137 kr. í 155 kr.
AM (A magnpóstur): hækkar úr 121 kr. í 130 kr.
BM (B magnpóstur): hækkar úr 100 kr. í 110 kr.

Nánari rökstuðning fyrir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi beiðni Íslandspósts er að finna í ákvörðuninni sjálfri:

 Ákvörðun PFS nr. 35/2015 - Samþykki hækkunar á gjaldskrá bréfa innan einkaréttar

 

Til baka