Hoppa yfir valmynd

Birting ákvörðunar PFS: Ágreiningur Símans og Vodafone vegna Skjás eins í tímavél og frelsi heyrir ekki undir PFS

Tungumál EN
Heim

Birting ákvörðunar PFS: Ágreiningur Símans og Vodafone vegna Skjás eins í tímavél og frelsi heyrir ekki undir PFS

22. desember 2015

Þann 18. desember sl. tók Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvörðun nr. 30/2015 þess efnis að ágreiningur Símans hf. (Síminn) og Fjarskipta hf. (Vodafone) um Tímavél og Frelsi í sjónvarpi eigi ekki undir valdsvið PFS. Þar með vísar stofnunin frá kröfu Símans um að að PFS skeri úr um hvort Tímavél Vodafone og Frelsi í sjónvarpi teljist línuleg eða ólínuleg myndmiðlun í skilningi fjölmiðlalaga.  Ákvörðunin var send málsaðilum og höfðu þeir nokkra daga til að gera tillögur að útstrikunum mögulegra trúnaðarupplýsinga. Engar slíkar tillögur bárust og er ákvörðunin birt í heild hér fyrir neðan.

Ákvörðun PFS nr. 30/2015 - Ágreiningur Símans og Vodafone um gildissvið fjölmiðlalaga um flutning myndefnis (PDF)

 

Til baka