Hoppa yfir valmynd

Óvissustig vegna veðurofsa. Fólk hlaði síma og tölvur til að vera viðbúið rafmagnsleysi.

Tungumál EN
Heim

Óvissustig vegna veðurofsa. Fólk hlaði síma og tölvur til að vera viðbúið rafmagnsleysi.

7. desember 2015

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna yfirvofandi veðurofsa á öllu landinu.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett sig í samband við fjarskiptafyrirtæki og beðið þau að virkja viðbúnað sinn við slíkar aðstæður.

Við hvetjum fólk til að hlaða farsíma sína og snjalltæki áður en veðurofsinn skellur á því komið getur til rafmagnsleysis.

Einnig er rétt að minna á að hlaða þráðlaus símtæki sem tengjast heimasíma. Ef í nauðir rekur þá er mögulegt að leysa málin með bílhleðslutækjum ef þau eru til staðar.

Myndin með þessari frétt er fengin af veðurvefnum www.windyty.com

Til baka