Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS í kvörtunarmáli vegna lokunar símanúmers

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS í kvörtunarmáli vegna lokunar símanúmers

19. október 2015

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði sínum staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 1/2015 um að Vodafone hafi brotið gegn ákvæði 39. gr. fjarskiptalaga með breyttum forsendum.

Málið varðar kvörtun sem barst PFS vegna þess að Vodafone hafði í tvígang lokað á símanúmer kvartanda án nokkurra vanskila á númerinu og án tilkynningar.

PFS komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni að Vodafone hafi brotið gegn ákvæði 39. gr. fjarskiptalaga þegar fyrirtækið lokaði símanúmerinu án þess að uppfylla skilyrði ákvæðisins um greiðsluáskorun og tilkynningar til áskrifanda.

Vodafone kærði ákvörðun PFS til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem kvað upp úrskurð sinn þann 16. október sl.

Staðfestir nefndin þá niðurstöðu PFS að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæði 39. gr. fjarskiptalaga. Þó er úrskurður nefndarinnar ekki byggður á sömu forsendum og ákvörðun PFS byggir á, heldur á því að  Vodafone hafi ekki uppfyllt skilyrði greinarinnar um að fyrsta mánuð eftir lokun skuli vera mögulegt að hringja í áskrifanda.

 Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- póstmála í máli nr. 4/2015

 

 

Til baka