Hoppa yfir valmynd

Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum

Tungumál EN
Heim

Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum

12. október 2015

Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum
Póst– og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samið lýsingu á þjónustu sem stofnunin veitir í tengslum við uppbyggingu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila á háhraðanetum út frá ríkisaðstoðarreglum EES. Þegar sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar hyggjast ráðast í framkvæmdir við útbreiðslu háhraðaneta ber að fylgja ríkisaðstoðarreglum EES. Nánari umfjöllun um ríkisaðstoðarreglur EES er að finna í leiðbeiningaskýrslu PFS og gátlista sem stofnunin hefur útbúið, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum til hægðarauka. Skýrsluna, gátlistann og aðra viðauka er að finna á síðunni Ljósleiðarauppbygging og ríkisstyrkir hér á vefnum.

Í þjónustulýsingunni hér fyrir neðan má sjá hvað felst í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem stofnunin veitir aðilum að því er varðar uppbyggingu háhraðaneta. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við Guðmundu Á. Geirsdóttur, í netfanginu gudmunda(hja)pfs.is.

Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar opinberra aðila á háhraðanetum (PDF)

Til baka