Hoppa yfir valmynd

Niðurstöður PFS úr samráði um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og áætlun um úthlutun tíðniheimilda

Tungumál EN
Heim

Niðurstöður PFS úr samráði um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og áætlun um úthlutun tíðniheimilda

30. september 2015

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir í dag niðurstöður samráðs um tíðniskipulag fyrir farnetsþjónustur og úthlutun viðeigandi tíðnisviða fyrir árin 2015-2018 sem hófst með útgáfu samráðsskjals þann 22. apríl 2015. Umsagnir bárust frá fjölmörgum fjarskiptafyrirtækjum eða um átta talsins.

Í því niðurstöðuskjali sem nú er birt eru sjónarmið og svör umsagnaraðila við einstökum spurningum PFS dregin saman og tekin afstaða til þeirra. Um er að ræða atriði er lúta almennt að stjórnsýslu tíðnimála, s.s. kröfur um útbreiðslu þjónustu, tæknilegs hlutleysis tíðnisviða og heimild til samstarfs og samnýtingar á tíðnisviðum. Í samráðinu var einnig leitast við að fá fram upplýsingar um þarfir sem fjarskiptafyrirtækin telja sig hafa til aðgangs að tíðnisviðum næstu árin. Sérstaklega var könnuð eftirspurn eftir tíðnisviðum sem þegar hafa verið skilgreind fyrir farnetsþjónustu og munu koma til úthlutunar eða endurúthlutunar á næstu misserum og árum. Þar er einkum um að ræða tíðnisviðin 400, 700, 900, 2100 og 2600 MHz.

Niðurstöður PFS miðast við svör umsagnaraðila og þær forsendur sem stofnunin þarf að horfa til varðandi hagkvæma notkun tíðnisviðsins, auk þess sem gera þarf ráð fyrir mótun útbreiðsluskilyrða, eftir því sem við á. Þegar horft er til alls þessa telur PFS raunhæft að miða við eftirfarandi tímaáætlun varðandi úthlutun þessara tíðnisviða:

 

Tíðnisvið    Úthlutunarár  Upphaf gildistíma tíðniheimildar
 700 MHz  2017/2018  2017/2018
 900 MHz  2016  2017
 2.1 GHz  2016  2016
 2.6 GHz  2016  1. janúar 2017

Sjá niðurstöður PFS úr samráðinu í heild:


Niðurstöður samráðs um tíðniskipulag fyrirfarnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2015 – 2018

 

Til baka