Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir heildsölugjaldskrár Mílu á stofnlínumarkaði

Tungumál EN
Heim

PFS samþykkir heildsölugjaldskrár Mílu á stofnlínumarkaði

12. ágúst 2015

Í dag birtir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fjórar ákvarðanir varðandi gjaldskrár Mílu á markaði fyrir stofnlínuhluta leigulína. Þetta eru:

  • Ákvörðun nr. 22/2015 varðandi endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir stofnlínuhluta leigulína.
  • Ákvörðun nr. 23/2015 um gjaldskrá Mílu fyrir Ethernetþjónustu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.
  • Ákvörðun nr. 24/2015 varðandi endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd.
  • Ákvörðun nr. 25/2015 um gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.

Áður en PFS samþykkti ofangreindar ákvarðanir fóru drög að ákvörðunum í innanlandssamráð auk þess sem drögin voru send send til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til samráðs. Gert er grein fyrir þeim athugasemdum sem bárust sem og afstöðu PFS í skjölum ákvarðanna þar sem það á við.

Sjá nánar um ákvarðanirnar:

Ákvörðun nr. 22/2015
PFS samþykkir breytingar á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að leigulínum sem felur í sér lækkun á mánaðarverðum, mesta lækkunin er á stærri samböndum. Ákvörðunin felur einnig í sér samræmingu á stofngjöldum (um 96 þús. kr.) fyrir alla gagnaflutningshraða í samræmi við endurskoðað mat á kostnaði vegna uppsetninga á samböndum.

Ákvörðun nr. 23/2015
Í byrjun maí á síðasta ári kynnti Míla nýja Ethernetþjónustu sem byggir á MPLS-TP búnaði Mílu. Með ákvörðun PFS nr. 15/2014 var Mílu heimilt að hefja veitingu þessarar nýju þjónustu og var gefin út bráðabirgðagjaldskrá fyrir þjónustuna. PFS hefur nú samþykkt nýja gjaldskrá Mílu fyrir Ethernetþjónustuna og mun gjaldskráin taka við af þeirri bráðabirgðagjaldskrá sem nú er í gildi en Míla uppfærði þá gjaldskrá 1. febrúar sl.

Ákvörðun nr. 24/2015
Í endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir Hraðbrautarsambönd helst leigugjald fyrir 1 Gb/s óbreytt 95 þús. kr. á mánuði, en leigugjald fyrir 10 Gb/s hækkar úr 120 þús. kr. í 160 þús. kr. á mánuði. Mánaðarverð Hraðbrautarsambanda eru föst og óháð vegalengdum en þau hafa verið í boði hjá Mílu á stöðum innan Höfuðborgarsvæðisins og á Suðurnesjum. Stofngjald fyrir Hraðbrautarsamband helst óbreytt 107 þús. kr. á tengingu.

Ákvörðun nr. 25/2015
Ný gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar byggir á leigulínuverðskrá fyrirtækisins. Skammtímatengingar hjá Mílu eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða skammtímatengingar vegna sjónvarps, t.d. sýningar af íþróttaleikjum og útsendingar vegna kosninga. Hins vegar er um að ræða skammtímatengingar fyrir farsíma þegar um er að ræða tímabundna aukna bandvíddarþörf t.d. vegna aðstæðna þegar fjöldi fólks safnast saman á litlu svæði.

  

 

Til baka