Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar

1. júlí 2015

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Skammtímatengingar hjá Mílu eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða skammtímatengingar vegna sjónvarps, t.d. sýningar af íþróttaleikjum og útsendingar vegna kosninga. Hins vegar er um að ræða skammtímatengingar fyrir farsíma þegar um er að ræða tímabundna aukna bandvíddarþörf t.d. vegna aðstæðna þegar fjöldi fólks safnast saman á litlu svæði. Sem dæmi má nefna útihátíðir, skátamót og hestamannamót.

PFS hyggst samþykkja gjaldskrá Mílu fyrir skammtímatengingar en gjaldskráin byggir á leigulínuverðskrá Mílu.

Á tímabilinu 9. mars til 30. mars sl. fór fram innanlandssamráð um umrædda gjaldskrá Mílu. Engar athugasemdir bárust stofnuninni í samráðinu.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA:

Á íslensku:

Á ensku:

 

 

Til baka