Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um markaðsgreiningu á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um markaðsgreiningu á markaði 7 (lúkning símtala í farsímanetum)

23. júní 2015

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7).

PFS hyggst útnefna Símann hf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf., IMC Ísland (Alterna) og 365 miðla ehf. (365) sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á markaði fyrir lúkningu símtala í GSM/2G, UMTS/3G, LTE/4G og sýndarnetum umræddra aðila og leggja viðeigandi kvaðir á þá. PFS hyggst áfram beita verðsamanburði við ríki innan EES-svæðisins til að ákvarða hámarks lúkningarverð íslenskra farsímafyrirtækja eins og gert hefur verið síðustu ár.

Drög að ákvörðun á viðkomandi markaði eru nú send til ESA og annarra fjarskiptaeftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2009 um Póst- og fjarskiptastofnun. Þessi aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Geri ESA ekki alvarlegar athugasemdir við drögin getur PFS formlega tekið ákvörðun í málinu í samræmi við ofangreind ákvörðunardrög. Þar sem innanlandssamráð hefur þegar farið fram er ekki gert ráð fyrir að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrög þessi.

Eftirfarandi skjöl voru send til ESA (PDF skjöl)

Á íslensku:

 Á ensku:

 Til baka