Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um verð og skilmála fyrir nýja bitastraumsþjónustu hjá Mílu

11. júní 2015

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi verð og skilmála fyrir ADSL+ og SHDLS+ fyrirtækjatengingar á aðgangsleið 1 til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.

Stofnunin hyggst samþykkja verð og skilmála Mílu fyrir ADSL+ og SHDLS+ tengingar á aðgangsleið 1. Verðin og skilmálarnir koma fram í nýjum viðauka við viðmiðunartilboð Mílu um bitastraumsaðgang, viðauka nr. 7C. Reiknað er með að endanleg ákvörðun PFS liggi fyrir þann 15. júlí nk. og taka hin nýju verð og skilmálar gildi um leið.

Í dag eru ADSL+ og SHDLS+ tengingar aðeins í boði á aðgangsleið 3 en samkvæmt Mílu hafa viðskiptavinir fyrirtækisins óskað eftir að fá að kaupa þessa þjónustu á aðgangsleið 1. Helsti munurinn á milli aðgangsleiðar 1 og 3 felst í flutningi á IP neti.

Á tímabilinu 15. apríl til 15. maí sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á viðmiðunartilboði Mílu. Athugasemdir bárust frá 365 miðlum hf. og eru athugasemdir fyrirtækisins tilgreindar í fylgiskjali II hér fyrir neðan, ásamt svari Mílu og afstöðu PFS.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA: (PDF skjöl)

Á íslensku:

Á ensku:

 

Til baka