Hoppa yfir valmynd

PFS lýkur röð kynningarfunda á landsbyggðinni um uppbyggingu ljósleiðaraneta og reglur um ríkisstyrki

Tungumál EN
Heim

PFS lýkur röð kynningarfunda á landsbyggðinni um uppbyggingu ljósleiðaraneta og reglur um ríkisstyrki

26. maí 2015

Síðastliðið haust útbjó Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Var verkið unnið að beiðni innanríkisráðuneytisins. Í leiðbeiningunum er m.a. að finna upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Í tengslum við þessar leiðbeiningar hefur PFS haldið röð kynningarfunda víða um land í samráði við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga á viðkomandi svæðum. Á fundunum var farið yfir efni leiðbeininganna og fundarmönnum gefinn kostur á að spyrja nánar út í efnið.  Fundaröðin var haldin með það að leiðarljósi að skýra það ferli sem þarf að eiga sér stað af hálfu opinberra aðila áður en hafist er handa við eiginlegar framkvæmdir við uppbyggingu ljósleiðaraneta.

Fundir voru haldnir á sex stöðum á landinu;  Egilsstöðum, Borgarnesi, Reykjanesbæ, Hvammstanga, Akureyri og Hólmavík.  Voru þeir vel sóttir og allsstaðar sköpuðust mikilvægar umræður að lokinni kynningu PFS.   Ljóst er að kynningar af þessu tagi eru mikilvægur þáttur í því stóra verkefni sem ljósleiðaravæðing landsbyggðarinnar er og vill PFS koma áleiðis þökkum til viðkomandi landshlutasamtaka sveitarfélaga fyrir að undirbúa og skipuleggja fundina.

Sjá nánar um efnið á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum

 

 

Til baka