Hoppa yfir valmynd

PFS hafnar umbeðinni hækkun Íslandspósts á gjaldskrá á bréfum innan einkaréttar

Tungumál EN
Heim

PFS hafnar umbeðinni hækkun Íslandspósts á gjaldskrá á bréfum innan einkaréttar

25. febrúar 2015

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 2/2015 þar sem stofnunin hafnar beiðni Íslandspósts, dags. 22. desember 2014, um 17% hækkun gjaldskrár fyrir bréf innan einkaréttar (0 - 50 gr.). Það er mat stofnunarinnar að tilgreindar forsendur Íslandspósts fyrir verðhækkuninni séu ekki að öllu leyti fyrir hendi til að stofnunin geti samþykkt hækkunarbeiðni félagsins óbreytta.

Hins vegar metur Póst- og fjarskiptastofnun það svo að svigrúm sé til hækkunar á gjaldskrá innan einkaréttar um allt að 8%, miðað við fyrirliggjandi gögn frá Íslandspósti um fækkun bréfasendinga og kostnaðarhækkanir. Íslandspósti er heimilt að leggja fyrir stofnunina gjaldskrá til samþykktar miðað við þessar forsendur.

Nýti Íslandspóstur þetta svigrúm sitt til hækkunar að fullu þá verða burðargjöld hér á landi fyrir póst innan einkaréttar í meðallagi miðað við það sem gerist á Norðurlöndunum.

Nánari rökstuðning fyrir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi beiðni Íslandspósts er að finna í ákvörðuninni sjálfri:
Ákvörðun nr. 2/2015 vegna erindis Íslandspósts ohf. um hækkun á gjaldskrá á bréfum innan einkaréttar.

Til baka