Hoppa yfir valmynd

Slökkt á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi RÚV mánudaginn 2. febrúar

Tungumál EN
Heim

Slökkt á hliðrænu sjónvarpsdreifikerfi RÚV mánudaginn 2. febrúar

29. janúar 2015

Mánudaginn 2. febrúar n.k. verða þau tímamót að slökkt verður alfarið á því hliðræna dreifikerfi RÚV sem notað hefur verið til að dreifa sjónvarpsefni Ríkisútvarpsins frá upphafi sjónvarpssendinga á Íslandi árið 1966. Í staðinn hefur verið tekið í notkun nýtt stafrænt dreifikerfi sem Vodafone hefur byggt upp fyrir RÚV.

Með þessu er dreifing sjónvarpsefnis á Íslandi alfarið komin í stafræna tækni í samræmi við stefnu stjórnvalda sem kemur fram í fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 - 2014.

Þeim sem hafa spurningar varðandi þessa breytingu er bent á upplýsingasíður RÚV og Vodafone:

Upplýsingasíða RÚV um nýtt stafrænt dreifikerfi

Upplýsingasíða Vodafone um nýtt stafrænt dreifikerfi RÚV

 

 

Til baka