Hoppa yfir valmynd

Úttekt PFS: Gögnum um fjarskiptaumferð eytt í samræmi við lög, en bæta má upplýsingagjöf til neytenda

Tungumál EN
Heim

Úttekt PFS: Gögnum um fjarskiptaumferð eytt í samræmi við lög, en bæta má upplýsingagjöf til neytenda

13. janúar 2015

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú fimm ákvarðanir í framhaldi af úttektum stofnunarinnar á verklagsreglum stærstu fjarskiptafyrirtækja hér á landi um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um áskrifendur þeirra, sbr. ákvæði 42. gr. fjarskiptalaga. Um var að ræða úttektir hjá Fjarskiptum hf., Hringdu ehf., IP fjarskiptum ehf. (Tal), Nova ehf. og Símanum hf. Snýr ein ákvörðun að hverju fyrirtæki.

Í kjölfar innbrots í vefkerfi Fjarskipta (Vodafone) hf. þann 30. nóvember 2013, samdi Póst- og fjarskiptastofnun við Capacent ehf. um að framkvæma úttektir á hvort verklagsreglur fjarskiptafélaganna uppfylltu ákvæði laga um eyðingu gagna samkvæmt kröfum ISO/IEC 27001 staðalsins. Úttektirnar fólust m.a. í vettvangsrannsóknum á starfsstöðum fyrirtækjanna. Þær voru framkvæmdar síðastliðið vor í samráði við fyrirtækin sem áður höfðu sent verklagsreglur sínar til stofnunarinnar til yfirferðar og úttektar.

Öll fjarskiptafyrirtækin stóðust úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Sýna niðurstöðurnar að þrátt fyrir minniháttar frávik í einstaka tilfellum eyða fjarskiptafyrirtækin þeim persónuupplýsingum sem felast í gögnum um fjarskiptaumferð í samræmi við kröfur fjarskiptalaga. Aftur á móti kom í ljós að bæta má upplýsingagjöf flestra félaganna til viðskiptavina sinna um hvaða fjarskiptaumferðarupplýsingar eru teknar til úrvinnslu og hversu lengi hún muni standa.

Sjá ákvarðanirnar í heild:

  • Ákvörðun PFS nr. 35/2014 - Úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar á verklagsreglum Fjarskipta hf. um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um fjarskipti.
  • Ákvörðun PFS nr. 36/2014 - Úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar á verklagsreglum Hringdu ehf. um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um fjarskipti.
  • Ákvörðun PFS nr. 37/2014 - Úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar á verklagsreglum IP fjarskipta ehf. um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um fjarskipti.
  • Ákvörðun PFS nr. 38/2014 - Úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar á verklagsreglum Nova ehf. um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um fjarskipti.
  • Ákvörðun PFS nr. 39/2014 - Úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar á verklagsreglum Símans hf. um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna um fjarskipti.

 

Til baka