Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um heimild Mílu til að innleiða vigrunartækni á Ljósveitutengingum félagsins

Tungumál EN
Heim
14. október 2014

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um breytingu á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang vegna fyrirhugaðrar vigrunar á VDSL tengingum félagsins til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Hér er um að ræða það sem félagið nefnir Ljósveitutengingar Mílu. PFS hyggst samþykkja beiðni Mílu um viðbót við umrætt viðmiðunartilboð sem yrði viðauki 2a og hefði að geyma upplýsingar um tæknilega útfærslu vigrunar.

Vigrun (e. vectoring) er tækni sem minnkar milliheyrsluvandamál (e. crosstalk) í VDSL kerfum sem breidd eru út í götuskápa og eykur þar með afkastagetu VDSL tenginga. Til að stuðla að VDSL væðingu í hinum dreifðari byggðum kvað PFS á um það í ákvörðun nr. 21/2014 að fjarskiptafyrirtæki gætu tryggt sér þriggja mánaða forgangsrétt að hluta heimtaugar (oftast götuskápum) að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Ákveði Míla að nýta sér umræddan forgangsrétt þarf félagið að tryggja öðrum fjarskiptafyrirtækjum opinn sýndaraðgang (VULA) að viðkomandi tengingum og hefja vigrun á þeim innan tímamarks umrædds forgangsréttar.

Á tímabilinu 23. júlí til 20. ágúst sl. fór fram innanlandssamráð um umrædd vigrunar áform Mílu. Athugasemdir bárust frá Vodafone og Snerpu á Ísafirði. Gerð er grein fyrir umræddum athugasemdum og viðbrögðum PFS við þeim í umræddum ákvörðunardrögum.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA:

 

Til baka