Hoppa yfir valmynd

Vel heppnað námskeið á vegum PFS og ESA um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta

Tungumál EN
Heim
22. maí 2014

Starfsmenn Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, eru nú staddir hér á landi til að hitta fulltrúa á ýmsum sviðum stjórnsýslunnar og atvinnulífsins. Hlutverk ESA er að hafa eftirlit með því að þær aðgerðir stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Lichtenstein sem heyra undir EES samninginn séu í samræmi við reglur hans. Eru slíkar heimsóknir ESA til Íslands árlegur viðburður og er þá farið yfir ýmis kvörtunarmál og álitaefni innan mismunandi sviða varðandi hlítingu við samninginn. 

Frá námskeiði PFS og ESA um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta

Í gær, 21. maí stóðu PFS og ESA sameiginlega að námskeiði um reglur um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta. Námskeiðið var opið fyrir alla áhugasama og sóttu það fulltrúar fjarskiptafyrirtækja og veitufyrirtækja sem standa að lagningu jarðstrengja, fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka og starfsmenn PFS.  Starfsmenn ESA, þau Ketill Einarsson lögfræðingur, Emily O´Reilly hagfræðingur og Fabian Kaisen lögfræðingur sem öll stýra meðhöndlun einstakra mála hjá eftirlitinu fóru yfir helstu þætti þess hvernig hið opinbera getur komið að fjármögnun háhraða fjarskiptaneta skv. EES samningnum. Björn Geirsson yfirlögfræðingur PFS stýrði námskeiðinu.

Í dag sitja fulltrúar ESA fundi með starfsmönnum PFS og fara yfir ýmis mál sem snerta markaðsgreiningar á fjarskiptamarkaði.

Á meðfylgjandi mynd frá námskeiði PFS og ESA eru frá vinstri: Fabian Kaisen, Ketill Einarsson, Emily O´Reilly og Björn Geirsson.

 

Til baka