Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

Tungumál EN
Heim
9. maí 2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2014 að upphæð kr. 55.959.000 . Skal framlagið greiðast með fyrirvara um stöðu jöfnunarsjóðs og heimild í fjárlögum. Um er að ræða framlag vegna talsímaþjónustu á sviði neyðarþjónustu og neyðarsímsvörunar sem Neyðarlínunni ohf. hefur verið gert skylt að veita.

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 9/2014 - Umsókn Neyðarlínunnar ohf. um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2014 (PDF)

Til baka