Hoppa yfir valmynd

Námskeið á vegum PFS og ESA um ríkisstyrki vegna háhraða fjarskiptaneta

Tungumál EN
Heim
5. maí 2014

Þann 21. maí nk. standa Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir stuttu námskeiði undir yfirskriftinni „Seminar on the application of state aid rules in relation to broadband networks“.

Fulltrúar ESA, Emily O´Reilly og Ketill Einarsson munu fjalla um reglur ESA varðandi ríkisstyrki og þau viðmið sem notuð eru varðandi aðkomu ríkisins að uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta.
Auk erinda verða umræður þar sem þátttakendum gefst kostur á að leggja fram spurningar.

Námskeiðið verður haldið í sal G á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00.

Námskeiðið fer fram á ensku og er ókeypis fyrir þátttakendur. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að skrá sig á skráningareyðublað á vef PFS (sjá hlekk hér fyrir neðan). Frestur til að skrá sig er til föstudagsins 16. maí nk.

Sjá nánari dagskrá

Skráningarform

Til baka