3. desember 2013
Margir eru að huga að net- og upplýsingaöryggi sínu þessa dagana. Póst- og fjarskiptastofnun vill vekja athygli á vef sínum, www.netöryggi.is þar sem er að finna aðgengilegar og gagnlegar leiðbeiningar og góð ráð fyrir almenning.
Þar eru m.a. góð ráð um:
Lykilorð
Netnotkun í farsíma
Ráð til að vernda tölvuna
Börnin og netnotkun
Margt fleira gagnlegt er að finna á vefnum. PFS hvetur fólk til að kynna sér vefinnn www.netöryggi.is og efla þar með eigið öryggi og um leið öryggi annarra sem það á í samskiptum við.
Til baka