Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á alþjónustu

Tungumál EN
Heim
22. nóvember 2013

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði um þá fyrirætlun stofnunarinnar að útnefna ekki fjarskiptafyrirtæki með alþjónustuskyldur að því er varðar talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu, og rekstur almenningssíma.

Jafnframt stendur til að viðhalda tímabundið núverandi kvöð á Mílu um skyldu til að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið á meðan unnið er að heildarendurskoðun þeirrar kvaðar sem í dag hvílir á Mílu. PFS áætlar að birta umræðuskjal þar að lútandi fyrir lok ársins.

Frestur til að koma að athugasemdum við það samráðsskjal sem nú birtist er til 6. desember 2013.

Allar umsagnir munu verða birtar á heimasíðu PFS.

Samráðsskjal Póst- og fjarskiptastofnunar um endurskoðun alþjónustu
(PDF)

Til baka