18. nóvember 2013
Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi.
CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
Þetta á einnig við ef tækin eru keypt á netinu. Athuga þarf fyrirfram hvort hvort afla þurfi tilskilinna leyfa til að nota tækið á Íslandi.
Munið:
Öll fjarskiptatæki verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi.
Reglugerð nr. 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.
Frekari upplýsingar um kaup á fjarskiptatækjum.
Til baka
Fjarskipta- og raftæki eru sífellt stærri þáttur í daglegu lífi og algengt að slík tæki leynist í jólapökkum landsmanna.
Margir freistast til að kaupa ódýr fjarskipta- og rafmagnstæki erlendis, s.s. farsíma, talstöðvar (walkie talkie) og fjarstýrðar læsingar og leikföng
Nauðsynlegt er þó að allur fjarskiptabúnaður sem fluttur er til landsins sé CE merktur.
Hann þarf að uppfylla kröfur sem settar eru fram í svokallaðri R&TTE tilskipun ESB nr. 99/5/EB, sem gildir á öllu evrópska efnahagssvæðinu.
Fjarskiptatæki sem eru almennt í notkun í löndum utan Evrópu geta því verið ólögleg hér á landi.
Sjá upplýsingar um CE merkingar á vef ESB.
Góð ráð áður en fjárfest er í fjarskiptatæki til nota hér á landi
Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi.
CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri.
Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
Þetta á einnig við ef tækin eru keypt á netinu. Athuga þarf fyrirfram hvort hvort afla þurfi tilskilinna leyfa til að nota tækið á Íslandi.
Dæmi um búnað sem er skilgreindur sem fjarskiptatæki og skal vera CE-merktur:
- Farsímar
- Handtalstöðvar (Walkie-talkie)
- Þráðlaus vaktbúnaður í barnavagna
- Þráðlausir hljóðnemar
- Fjarstýrðar bílskúrslæsingar
- Ýmis símatæki og mótöld.
- Fjarstýrð leikföng
- Útvarpstæki
- Búnaður fyrir þráðlausar tengingar við Internetið
Munið:
Öll fjarskiptatæki verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi.
Reglugerð nr. 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.
Frekari upplýsingar um kaup á fjarskiptatækjum.
Til baka