Hoppa yfir valmynd

Samantekt á athugasemdum í samráði um endurskoðun á alþjónustuskyldum Já og breytingar á skráningarhaldi yfir áskrifendur og númeraskipulagi fyrir upplýsingaveitur

Tungumál EN
Heim
12. nóvember 2013

Þann 24. júní 2013 kallaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) eftir samráði við hagsmunaaðila vegna endurskoðunar á alþjónustukvöðum Já Upplýsingaveitna hf., breytingar á fyrirkomulagi skráningarhalds yfir áskrifendur og breytingar á númeraskipulagi fyrir upplýsingaveitur. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum rann út þann 31. ágúst sl.

PFS birtir nú samantekt á athugasemdum hagsmunaaðila en alls tóku fjórir aðilar þátt í samráðinu, þ.e. Já Upplýsingaveitur hf., Loftmyndir ehf., Miðlun ehf. og Síminn hf.

Í skjalinu sem hér er birt eru dregnar saman helstu athugasemdir samráðsaðila en ekki er sett fram afstaða PFS til innkominna athugasemda að svo komnu máli. Stofnunin mun áfram vinna úr athugasemdunum og skoða mögulegan grundvöll fyrir samkomulagi við Já Upplýsingaveitur hf. líkt og félagið hefur óskað formlega eftir. PFS mun því boða fyrirhugaðar aðgerðir sínar í sérstöku skjali innan tíðar.

Sjá PDF skjal:
Samantekt á umsögnum í samráði PFS við hagsmunaaðila frá 24. júní 2013
Endurskoðun alþjónustukvaða Já Upplýsingaveitna hf., breytt fyrirkomulag skráningarhalds yfir áskrifendur og númeraskipulag fyrir upplýsingaþjónustur.


Til baka