Hoppa yfir valmynd

Úrskurður úrskurðarnefndar í máli varðandi óumbeðin fjarskipti

Tungumál EN
Heim
7. nóvember 2013

Með úrskurði sínum í máli nr. 2/2013 hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála komist að þeirri niðurstöðu að Wow Air ehf. hafi brotið gegn ákvæði 46. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003, þegar félagið sendi tölvupóst fyrir beina markaðssetningu á tölvupóstfang kæranda í október og nóvember 2012. Taldi nefndin að félagið hafi ekki fært sönnur á að Iceland Express, forveri Wow Air ehf., hafi aflað upplýsts samþykkis kæranda fyrir slíkum sendingum líkt og framangreint ákvæði gerir kröfu um. Í úrskurði sínum lagði nefndin annað mat á gögn málsins en PFS gerði í ákvörðun sinni nr. 11/2013 þegar stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að sendingar félagsins að sendingar umræddra tölvupósta hafi verið í samræmi við fjarskiptalög.

Í málinu var jafnframt tekist á um hvort yfirfærsla tölvupóstlista Iceland Express til Wow Air ehf. hafi verið heimil. Staðfesti nefndin þá niðurstöðu PFS að stofnunin sé ekki bær til að endurmeta lögmæti samrunans og þar með yfirfærslu þeirra eigna sem kaupunum fylgdi.

Sjá úrskurðinn í heild:

Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2013, kæra X á ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 11/2013.

 

 


Til baka