21. ágúst 2013
Þetta er hægt að gera t.d. með því að skoða fjarskiptareikninga sína nokkra mánuði aftur í tímann.
Þættir sem þarf að skoða eru:
Reiknivél.is er þannig ætlað að auka gegnsæi á flóknum markaði með því að aðstoða fólk við að átta sig á verðlagningu mismunandi þátta fjarskiptanotkunar.
Sjá einnig: Spurningar og svör um Reiknivél PFS
Til baka
Í framhaldi af umræðu um verðhækkanir á fjarskiptaþjónustu til neytenda vill Póst- og fjarskiptastofnun vekja athygli á vef sínum Reiknivél.is. Á vefnum geta neytendur borið saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir síma og netþjónustu. Þar er reiknað út frá einingaverðum í verðskrám fjarskiptafyrirtækjanna og tekið tillit til algengustu notkunar. Ekki er þó hægt að nota reiknivélina til að sannreyna fjarskiptareikninga einstakra notenda þar sem fjarskiptafyrirtækin bjóða upp á ýmis afsláttarkjör og sérþjónustu sem bundin eru einstökum notendum eða notendahópum og ekki er hægt að taka inn í forsendur reiknivélarinnar.
Neytendur þurfa að kortleggja eigin notkun
Fjarskiptamarkaðurinn og þær þjónustuleiðir sem bjóðast neytendum verða sífellt flóknari og margbreytilegri. Einföldum áskriftarleiðum þar sem notandinn greiðir eingöngu fyrir grunnáskrift og t.d. mínútufjölda fer fækkandi. Í staðinn bjóða fjarskiptafyrirtækin fjölbreytt úrval pakkaáskrifta með mjög mismunandi notkunarsamsetningu. Það verður því stöðugt mikilvægara fyrir neytendur að kortleggja eigin fjarskiptanotkun og samsetningu hennar.Þetta er hægt að gera t.d. með því að skoða fjarskiptareikninga sína nokkra mánuði aftur í tímann.
Þættir sem þarf að skoða eru:
- Heimasími:
- Er heimasími í notkun á heimilinu?
- Hversu oft er hringt úr honum?
- Hver er dæmigerður mínútufjöldi hringdra símtala á mánuði?
- Netnotkun:
- Hvaða tegundir nettenginga eru notaðar? (Bandbreiðar fastlínutengingar (ADSL/VDSL, ljósleiðari) / 3G / 4G)
- Hversu mörg MB/GB eru notuð á mánuði að meðaltali með hverri tegund?
(Athugið að greitt fyrir alla gagnanotkun með 3G og 4G, þ.e. bæði send gögn og sótt, innanlands sem erlendis frá. Í fastlínutengingum er eingöngu greitt fyrir gögn sem sótt eru erlendis.)
- Farsími:
- Hver er dæmigerður fjöldi hringdra símtala á mánuði?
- Hver er dæmigerður mínútufjöldi alls á mánuði?
- Hversu mörg SMS/MMS eru send á mánuði?
- Hve mikil er netnotkun (3G/4G)?
Reiknivél.is er þannig ætlað að auka gegnsæi á flóknum markaði með því að aðstoða fólk við að átta sig á verðlagningu mismunandi þátta fjarskiptanotkunar.
Sjá einnig: Spurningar og svör um Reiknivél PFS
Til baka