Hoppa yfir valmynd

PFS heimilar hækkun á heildsöluverðum Mílu og breytingar á viðmiðunartilboði Símans

Tungumál EN
Heim
30. júlí 2013

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú þrjár ákvarðanir.

Í ákvörðun nr. 15/2013 samþykkir stofnunin 8,6% hækkun á heildsöluverðum Mílu fyrir leigu á koparheimtaugum. Verð fyrir fullan aðgang að koparheimtaug verður þá 1.386 kr. Tekur hækkunin gildi þann 1. ágúst nk. í samræmi við það sem fram kom í fyrirhugaðri ákvörðun sem birt var markaðsaðilum til umsagnar þann 5. júní sl.

Í ákvörðun nr. 16/2013 samþykkir stofnunin 1,9-8,6% hækkun á heildsöluverðum Mílu fyrir aðgang að lúkningarhluta leigulína. Um er að ræða hækkun sem tengist beint þeirri hækkun á heimtaugaleiguverði sem að framan er rakin. Tekur sú hækkun einnig gildi þann 1. ágúst nk. í samræmi við það sem fram kom í fyrirhugaðri ákvörðun sem birt var markaðsaðilum til umsagnar þann 14. júní sl.

Í ákvörðun nr. 17/2013 samþykkir PFS nánar tilteknar breytingar á viðmiðunartilboði Símans um samtengingu talsímaneta (RIO). Um er að ræða smávægilegar breytingar sem fyrst og fremst varða þjónustuleiðina „Fast forval – einn reikningur“ eða FFER.

Sjá nánar:

Ákvörðun PFS nr. 15/2013 um endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar (PDF)
Viðauki – Álit ESA (PDF)

Ákvörðun PFS nr. 16/2013 um breytingu á gjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína (PDF)
Viðauki I – Gjaldskrá Mílu (PDF)
Viðauki II – Álit ESA (PDF)

Ákvörðun PFS nr. 17/2013 um breytingar á viðmiðunartilboði Símans um samtengingu talsímaneta (RIO) (PDF)
Viðauki – Álit ESA (PDF)

 

Til baka