Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 14/2013, um
breytingar á viðskiptaskilmálum Íslandspósts að því er varðar viðbótarafslátt
vegna reglubundina viðskipta fyrir magnpóst.
Forsaga málsins er sú að með
úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 5/2012 felldi nefndin úr
gildi þann hluta af ákvörðun PFS nr. 16/2012, sem fjallaði um viðbótarafslátt
vegna reglubundina viðskipta með þeim rökum að rökstuðning hafi skorti fyrir
þeim afsláttarprósentum sem ákveðnar voru. Í hinni nýju ákvörðun hefur verið
bætt úr þeim annmörkum sem nefndin taldi að væri á hinni fyrri ákvörðun um þetta
tiltekna atriði. Heildarfjöldi á mánuði, stk. Afsláttur Við útreikninga á viðbótarafsláttum vegna reglubundina viðskipta skal miða
við póstlagningu fyrirtækja/söfnunaraðila á hverju þriggja mánaða tímabili.
Samkvæmt hinni nýju ákvörðun skulu viðbótarafslættir vegna
reglubundina viðskipta vera eftirfarandi:
Minna en 20.000 0,0%
20.000 –
49.999 2,0%
50.000 – 99.999 3,0%
100.000 – 199.999 4,0%
200.000 og
meira 5,0%
18. júlí 2013