Hoppa yfir valmynd

Ný norræn samanburðarskýrsla um fjarskiptanotkun

Tungumál EN
Heim
4. júlí 2013

Í dag kemur út skýrsla sem fjarskiptaeftirlitsstofnanir á Norðurlöndunum, ásamt Eistlandi og Litháen hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun nýliðinna ára í löndunum sjö.  Þetta er fjórða árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna er borin saman, en nú hafa tvö Eystrasaltslönd bæst í hópinn, þ.e. Eistland og Litháen.

Á heildina litið er fjarskiptanotkun mjög lík í Norðurlöndum og íbúar þeirra nýta sér sambærilega tækni á svipaðan máta. Þrátt fyrir það má þó víða sjá einhvern mun á notkun og þróun einstakra þátta.

Breiðbandsnotkun með farsímum, spjaldtölvum og netlyklum er minnst útbreidd á Íslandi af Norðurlöndunum fimm, en í því sambandi ber þess að geta að útbreiðsla þriðju kynslóðar farsímaneta hófst tveimur til þremur árum fyrr í hinum löndunum fjórum.

Athyglisvert er að Íslendingar virðast nota farsímann minna en samanburðarþjóðirnar til að senda skilaboð því við sendum færri SMS en tíðkast í flestum hinna landanna. Aðeins Eistar nota SMS skilaboð minna en Íslendingar.

Og Íslendingar eru enn fastheldnastir Norðurlandabúa á heimasímann en hins vegar eru Finnar með fæsta fastlínusíma miðað við höfðatölu.

Sjá skýrsluna í heild sinni (á ensku):
Telecommunication Markets in the Nordic Countries 2012 (PDF)

Tölfræðina má einnig skoða í gagnagrunni hennar sem geymdur er hjá systurstofnun PFS í Svíþjóð, Post- og telestyrelsen.
Sjá http://www.statistik.pts.se/PTSnordic/NordicCountries2011/indexNordic.html

Hér á vefnum má einnig nálgast allar norrænu samanburðarskýrslurnar frá upphafi á einum stað.

 

 

 

Til baka