3. apríl 2013
Til baka
Póst- og fjarskiptastofnun hefur í dag gefið út sjö tíðniheimildir fyrir 4G þjónustu á Íslandi. Þar með er formlega lokið því tíðniuppboði sem hófst á vegum stofnunarinnar þann 11. febrúar sl.
Tíðniheimildirnar sem gefnar voru út í dag eru eftirfarandi (hægt er að skoða heimildirnar sjálfar sem PDF skjöl):
- 365 miðlar ehf. fá tvær tíðniheimildir:
- Tíðniheimild A á 800 MHz gildir til 25 ára
- Tíðniheimild B á 800 MHz gildir til 10 ára
- Fjarskipti hf. fá tíðniheimildir D, E og I. Gefnar eru út tvær heimildir, ein sameiginleg fyrir D og E og ein fyrir I
- Tíðniheimild D og E á 800 MHz gildir til 10 ára
- Tíðniheimild I á 1800 MHz gildir til 10 ára
- Nova ehf. fær tíðniheimildir C og J. Gefnar eru út tvær heimildir
- Tíðniheimild C á 800 MHz gildir til 10 ára
- Tíðniheimild J á 1800 MHz gildir til 10 ára
- Síminn hf. fékk F, G og H. Gefnin er út ein tíðniheimild fyrir allar.
- Tíðniheimild F,G og H á 1800 MHz, gildir til 10 ára.
Sjá nánar um uppboðið, undirbúning þess og niðurstöður í frétt frá 14. mars hér á vefnum