Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði vegna breytinga á viðmiðunartilboði Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði vegna breytinga á viðmiðunartilboði Mílu fyrir opinn aðgang að heimtaugum

27. janúar 2011

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði um fyrirhugaðar breytingar á viðmiðunartilboði Mílu um opinn aðgang að heimtaugum (RUO). Síðast samþykkti stofnunin viðmiðunartilboð Mílu á þessu sviði með ákvörðun PFS nr. 1/2009, í kjölfar markaðsgreiningar á markaði 11, sbr. ákvörðun PFS nr. 26/2007.
Með bréfi PFS, dags. 18. ágúst 2010 óskaði stofnunin eftir því að Míla uppfærði viðmiðunartilboð fyrirtækisins m.a. vegna tíðniskipulags á heimtaugum.
Míla skilaði inn tillögum að breytingum með tölvupósti, dags. 1. október 2010.

Í samráði við Mílu var ákveðið að bíða með að setja breytingarnar í samráð fram yfir áramót 2010/2011. Fyrir áramótin fóru fram umfangsmiklar mælingar af hálfu Mílu, í samstarfi við Símann og Vodafone, sem höfðu það m.a. að markmiði að greina hugsanlegar truflanir og finna orsakavald þeirra í heimtauganeti Mílu. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu má sjá hér (PDF skjal).

Frestur til að senda  inn umsagnir og athugasemdir vegna viðmiðunartilboðsins er til 2. mars n.k.

Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið fridrik(hjá)pfs.is.  Jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.
Breytingar eru gerðar á viðmiðunartilboðinu sjálfu og eftirfarandi viðaukum, aðrir viðaukar eru óbreyttir.

Sjá samráðsskjölin hér fyrir neðan:

 

 

Til baka