3. september 2009
Þann 11. ágúst sl. óskaði PFS eftir afstöðu hagsmunaaðila til viðmiðunartilboðs Símans um bitastraumsaðgang.
Svarfrestur til þess að koma að athugasemdum og/eða ábendingum við viðmiðunartilboðið hefur verið framlengdur til 15. september nk.
Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir og/ eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið ingahelga (hjá) pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.
Ofangreint viðmiðunartilboð er aðgengilegt á heimasíðu Símans undir slóðinni:
www.siminn.is/heildsala
Sjá einnig eftirfarandi gögn:
- Bréf PFS til hagsmunaaðila (PDF)
- Viðmiðunartilboð Símans (PDF)
Sjá nánar frétt hér á vefnum frá 11. ágúst 2009 PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Símans um bitastraumsaðgang
Til baka