Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir opinn aðgang að koparheimtaugum Mílu

Tungumál EN
Heim
12. ágúst 2009

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 13/2009, frá 17. júlí s.l., um kostnaðargreiningu fyrir opinn aðgang að koparheimtaugum (markaður 11 í eldri tilmælum ESA).

Málsatvik eru þau að með ákvörðun PFS nr. 26/2007 lagði stofnunin m.a. þá skyldu á Mílu ehf. að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að koparheimtaugakerfi félagsins á kostnaðartengdu verði. Skyldi félagið kostnaðargreina verð fyrir slíkan aðgang en það hafði ekki verið gert síðan árið 2002. Upphafleg kostnaðargreining Mílu barst PFS í júlí 2008 en uppfærð kostnaðargreining í júní 2009.

Niðurstaða PFS var á þá leið að stofnunin samþykkti uppfærða kostnaðargreiningu Mílu með tilteknum breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni. PFS ákvarðaði félaginu 6,18% hækkun á gjaldskrá. Er það verulega minni hækkun en félagið hafði farið fram á. Verð fyrir fullan aðgang að heimtaug hækkar því úr 1.147 kr. í 1.218 kr., þar af hækkar skiptur aðgangur úr 285 kr. í 302 kr. Fram kom að hin nýja gjaldskrá Mílu skyldi ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. september 2009.  

Ákvörðun PFS nr. 13/2009 (PDF)

Til baka