Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir opinn aðgang að koparheimtaugum Mílu

Tungumál EN
Heim

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir opinn aðgang að koparheimtaugum Mílu

12. ágúst 2009

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 13/2009, frá 17. júlí s.l., um kostnaðargreiningu fyrir opinn aðgang að koparheimtaugum (markaður 11 í eldri tilmælum ESA).

Málsatvik eru þau að með ákvörðun PFS nr. 26/2007 lagði stofnunin m.a. þá skyldu á Mílu ehf. að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að koparheimtaugakerfi félagsins á kostnaðartengdu verði. Skyldi félagið kostnaðargreina verð fyrir slíkan aðgang en það hafði ekki verið gert síðan árið 2002. Upphafleg kostnaðargreining Mílu barst PFS í júlí 2008 en uppfærð kostnaðargreining í júní 2009.

Niðurstaða PFS var á þá leið að stofnunin samþykkti uppfærða kostnaðargreiningu Mílu með tilteknum breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni. PFS ákvarðaði félaginu 6,18% hækkun á gjaldskrá. Er það verulega minni hækkun en félagið hafði farið fram á. Verð fyrir fullan aðgang að heimtaug hækkar því úr 1.147 kr. í 1.218 kr., þar af hækkar skiptur aðgangur úr 285 kr. í 302 kr. Fram kom að hin nýja gjaldskrá Mílu skyldi ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi 1. september 2009.  

Ákvörðun PFS nr. 13/2009 (PDF)

Til baka