Hoppa yfir valmynd

Vaxandi netvá - varað við tölvuveirum

Tungumál EN
Heim
8. apríl 2009

Undanfarið hefur borið á tölvuveirum á Netinu, svokölluðum Trójuhestum, sem fylgjast með tölvunotkun.  Um er að ræða sérstakar tegundir sem dreifa sér í gegnum Veraldarvefinn og virðast miða að því að komast yfir viðkvæmar persónuupplýsingar.  Af þessu tilefni vill Póst- og fjarskiptastofnun ítreka mikilvægi þess að nota viðurkennda veiruvörn og að stýrikerfi og önnur forrit séu alltaf með nýjustu uppfærslum.

Leiða má líkur að því að veirurnar hafi borist í einhverjar tölvur á Íslandi.  Stofnunin vill benda á að veirur, njósnahugbúnaður, upplýsingastuldur og fjársvik á Netinu verða sífellt þróaðri og því afar brýnt að notendur Netsins séu stöðugt á verði.
Hver og einn þarf að gæta vandlega að öryggi gagna sinna og persónuupplýsinga.

Almennt smitast þær tölvur frekar sem hafa lakar veiruvarnir eða ef láðst hefur að uppfæra stýrikerfi, forrit og netvafra í viðkomandi tölvum.

Á vefsíðu PFS um netöryggi Netöryggi.is  er að finna góð ráð til varnar óværum af þessu tagi.  Sérstaklega bendir stofnunin á að mikilvægt er að gera öryggisprófanir sem finna má þar.

 

Til baka