Hoppa yfir valmynd

GSM 900 tíðnisviðið: Endurnýjaðar tíðniheimildir Nova og Vodafone

Tungumál EN
Heim
26. janúar 2009

Á síðasta ári vann Póst- og fjarskiptastofnun að stefnumótun um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins í samráði við markaðsaðila.  Ör þróun og miklar breytingar á farsímamarkaði var ein af ástæðum þess að PFS taldi sérstaka ástæðu til þess að flýta stefnumótun og taka ákvörðun um framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins á Íslandi.

Að loknu samráði voru niðurstöður PFS birtar í ágúst sl. þar sem m.a. var ákveðið að endurútgefa með breytingum og án útboðs tíðniheimildir Nova ehf. og Og fjarskipta ehf. (Vodafone).  Gildistími tíðniheimildanna er óbreyttur.

Sjá frétt hér á vefnum frá 28. ágúst 2008:  Niðurstöður PFS um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins 

Nú hafa Nova ehf. og Vodafone fengið endurútgefnar tíðniheimildir til samræmis við niðurstöður PFS.

Endurútgefin tíðniheimild Nova ehf (PDF)

Endurútgefin tíðniheimild Og fjarskipta ehf. (Vodafone)(PDF)

Sjá einnig:
Heildarniðurstöður PFS að loknu samráði og samantekt á umsögnum (PDF)

 

 

Til baka