Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing vegna útboðs Fjarskiptasjóðs á uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli

Tungumál EN
Heim

Yfirlýsing vegna útboðs Fjarskiptasjóðs á uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli

23. apríl 2008

Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs, hafa óskað eftir tilboðum í uppbyggingu háhraðanettenginga – sjá útboð nr. 14121: Háhraðanettengingar á www.rikiskaup.is

Verkefnið felur í sér stuðning vegna viðbótarkostnaðar við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum, þ.e. lögheimilum með heilsársbúsetu og fyrirtækjum með starfsemi allt árið þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsendum.

Í yfirlýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að stofnunin muni gefa út tíðniheimild til sigurvegara útboðsins, ef hann hefur ekki tíðniheimild fyrir öllu eða hluta þess tíðnisviðs, sem tilboð hans byggist á, að uppfylltum ýmsum skilyrðum.

Yfirlýsing Póst- og fjarskiptastofnunar (PDF)

Til baka