Hoppa yfir valmynd

Fjármálaráðuneytið úrskurðar í máli vegna innflutnings á Apple iPhone án CE merkingar

Tungumál EN
Heim

Fjármálaráðuneytið úrskurðar í máli vegna innflutnings á Apple iPhone án CE merkingar

7. apríl 2008

Þann 26. mars sl. úrskurðaði fjármálaráðuneyti í stjórnsýslukæru varðandi innflutning á Apple iPhone án CE-merkingar. Tækið kom í pósti til landsins og  tók Tollstjórinn í Reykjavík ákvörðun um að synja innflytjanda tollafgreiðslu á sendingunni þar sem hún innihélt vöru sem ekki ber svokallaða CE-merkingu.  Skv. lögum um fjarskipti nr. 81/2003 eru tæki fyrir þráðlaus fjarskipti og notendabúnaður fyrir fjarskipti sem ekki eru CE merkt ólögleg á Íslandi.

Kærandi taldi að samkvæmt þeim gögnum sem hann hefði frá framleiðanda uppfyllti tækið öll tæknileg skilyrði til CE-merkingar og þar af leiðandi mætti hann merkja tækið sjálfur og fá það afgreitt úr tollafgreiðslu á þeim forsendum.

Í úrskurði sínum vitnar fjármálaráðuneytið m.a. í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um málið frá 18. mars sl.  Þar kemur fram að þar sem  CE-merking sé ófrávíkjanlegt skilyrði innflutnings fjarskiptabúnaðar sé það álit stofnunarinnar að þau gögn sem stafi frá framleiðanda og kærandi vísar til verði ekki talin ígildi CE-merkingar

Í úrskurðarorðum fjármálaráðuneytisins segir:

Ákvörðun tollstjórans í Reykjavík um að stöðva afhendingu sendingar nr CP244330301US er staðfest ásamt því að krafa kæranda um að fá að CE-merkja tækið sjálfur er hafnað.

Úrskurður fjármálaráðuneytis í heild(PDF)

 

Til baka