Hoppa yfir valmynd

Tvær ákvarðanir PFS um heimild Íslandspósts til að fækka dreifingardögum

Tungumál EN
Heim
28. febrúar 2008

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt tvær ákvarðanir þar sem Íslandspósti er heimilað að fækka dreifingardögum úr fimm í þrjá á tveimur landpóstaleiðum sem farnar eru frá Patreksfirði og Króksfjarðarnesi. Ákvörðunin tekur til 45 heimila á þessum stöðum.

Fjöldi heimila og fyrirtækja á landinu er 126.806, af þeim eru nú 121 heimili sem ekki fá fimm daga þjónustu eða 0,095%.  Þar af eru 33 í Grímsey og 15 í Mjóafirði.
Ef Íslandspóstur ákveður að nýta sér þessa heimild verður fjöldi heimila sem ekki fá fimm daga þjónustu 166 eða 0,131% af öllum heimilum í landinu.

Í niðurstöðu stofnunarinnar segir:

...ákvæði laga um póstþjónustu, einkum 21. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar um alþjónustu nr. 364/2003, feli ekki í sér fortakslausa skyldu, á hendur Íslandspósti til að bera út póstsendingar alla virka daga, án tillits til aðstæðna. Þessi niðurstaða sæki einnig stoð í 3.tl. 3. gr. tilskipunar 67/97/EB um póstþjónustu. Einnig verði ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að kostnaður við dreifingu á hvert heimili sé hér langtum meiri en almennt gerist í dreifbýli. Auk þess hafi úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála, með ákvörðun nr. 11/2006, slegið því föstu að íslenskir landshættir geri það að verkum að erfiðara er að þjónusta suma hópa en aðra. Ef þessi sjónarmið eru metin heildstætt þá vega þau þyngra en hagsmunir viðkomandi íbúa á að fá póstsendingar til sín alla virka daga. Einnig ef tekið er tillit til þess að einungis hluta þeirra póstsendinga sem íbúar fá til sín munu seinka um sem nemur einum degi frá því sem verið hefur, ákveði Íslandspóstur að nýta sér þessa heimild Póst- og fjarskiptastofnunar.

Hér fyrir neðan má lesa ákvarðanirnar í heild (PDF form)

Ákvörðun PFS nr 5/2008 Erindi Íslandspósts hf. um fækkun dreifingardaga á landpóstaleið sem ekin er frá Króksfjarðarnesi - 27. feb. 2008

Ákvörðun PFS nr 6/2008 Erindi Íslandspósts hf. um fækkun dreifingardaga út frá Patreksfirði - 27. feb. 2008

Viðauki við ákvörðun 6/2008

Til baka