Hoppa yfir valmynd

Laus staða hjá PFS: Forstöðumaður tæknideildar

Tungumál EN
Heim
15. febrúar 2008

Hjá Póst- og fjarskiptastofnun er laus staða forstöðumanns tæknideildar.

Verksvið tæknideildar PFS:

  • Skipulagning númeramála og tíðnirófsins á Íslandi, úthlutun tíðna og númera, ásamt upplýsingagjöf um notkun.
  • Net- og upplýsingaöryggi er mikilvægur og vaxandi þáttur í starfi deildarinnar
  • Ráðgjöf um tæknilega þætti fjarskiptaneta og tæknilega eiginleika í vöruframboði fjarskiptafélaga er á verksviði deildarinnar, einnig markaðseftirlit og skoðun fjarskiptabúnaðar
  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði fjarskipta er veigamikill þáttur í starfsemi deildarinnar, þar sem fylgst er með og gerð grein fyrir alþjóðlegri þróun varðandi tækni í fjarskiptum, öryggi neta, skipulagi og nýtingu tíðna og númera ásamt því að móta tillögur um þær reglur sem gilda skulu á Íslandi.  

Starfssvið forstöðumanns
Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegri starfsemi deildarinnar og leiðir hóp sérfæðinga í samstarfi við aðrar fageiningar.  Hann ber ábyrgð á áætlanagerð ásamt eftirfylgni með verkefnum á verksviði deildarinnar.  Starf forstöðumanns tæknideildar heyrir undir forstjóra og situr hann í framkvæmdastjórn PFS.

Menntun og reynsla
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi í verkfræði eða raungreinum.  Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur.

Aðrar hæfniskröfur:

  • Drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri
  • Hæfni til að vinna í hópi og leiða samvinnu og breytingar þar sem sjónarmið lögfræði, hagfræði og tækni mynda saman lausn
  • Færni til að tjá sig í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku
  • Stjórnunarreynsla

Í boði eru samkeppnishæf kjör í síbreytilegu og spennandi umhverfi, þar sem gerðar eru miklar fagkröfur.   Vinnuumhverfið er aðlaðandi og aðbúnaður starfsmanna góður.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2008. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. 
Umsóknir ásamt ferilskrá og viðeigandi prófgögnum skal senda á netfangið anna.gudmundsdottir@pfs.is   Umsóknir  eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verður öllum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.   Nánari upplýsingar veitir Anna Dóra Guðmundsdóttir,  mannauðs- og gæðastjóri PFS, í síma 510 1500. 

 

Til baka