Hoppa yfir valmynd

PFS birtir drög að reglum um númerabirtingar og drög að breytingum á reglum um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga

Tungumál EN
Heim
6. febrúar 2008

Í ljósi tíðra breytinga á fjarskiptamarkaði undanfarin ár telur Póst- og fjarskiptastofnun nauðsynlegt að endurskoða reglur nr. 318 frá árinu 2003, um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga.  Hefur stofnunin því gert drög að breyttum reglum um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga og hafa þau nú verið birt á heimasíðu stofnunarinnar og er öllum hagsmunaaðilum frjálst að senda inn athugasemdir og umsagnir við drögin.

Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun jafnframt gert drög að reglum um númerabirtingu í samræmi við 51. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, er kveður á um skyldu fjarskiptafyrirtækja sem reka almenna talsímaþjónustu til að bjóða notendum númerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd.
Póst- og fjarskiptastofnun er ætlað að setja reglur um fyrirkomulag númerabirtinga.
Stofnunin hefur gert drög að slíkum reglum.  Drögin taka mið af 8. gr. tilskipunar 2002/58/EB um vinnslu persónuupplýsinga og um verndun einkalífs á sviði rafrænna fjarskipta.

Í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila, vegna ofangreinds.
Svarfrestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 3. mars nk. Umsagnir verða birtar nafnlaust á heimasíðu stofnunarinnar.

Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið ingahelga@pfs.is en sérstakar athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir ofangreindan svarfrest.

Til baka