Hoppa yfir valmynd

Þrjú fyrirtæki bjóða í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma

Tungumál EN
Heim
12. mars 2007

Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir þriðju kynslóð farsíma hjá Póst- og fjarskiptastofnun.  Tilboðin voru opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst þann 28. desember 2006.

Þrjú fyrirtæki lögðu fram tilboð:  Nova ehf, Og fjarskipti ehf og Síminn hf.  

Útreikningur stiga fyrir umsóknir
Stigafjöldi umsóknar er reiknaður fyrir hvert svæði á þann veg að prósentutala útbreiðslu við hvern áfanga fær mismunandi vægi þannig að því fyrr sem útbreiðslu er náð fást fleiri stig.
Uppgefnar tölur um útbreiðslu og uppbyggingarhraða voru lesnar upp við opnun tilboða ásamt útreiknuðum stigum fyrir hvert tilboð.

Heildarstigafjöldi bjóðenda skv. tilboðum:

Og fjarskipti ehf (Vodafone) 648,3 stig
Síminn hf 726,9 stig
Nova ehf 754,7 stig

Sjá nánar:  Útreikningur stiga (PDF)

Lágmarkskröfur um útbreiðslu og hraða uppbyggingar:
Lágmarkskrafa til hvers tíðnirétthafa er að IMT-2000 þjónusta nái til 60% íbúa sérhverra eftirfarandi
svæða:
a) Höfuðborgarsvæðis
b) Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra
c) Norðurlands eystra og Austurlands
d) Suðurlands og Suðurnesja
 
Til höfuðborgarsvæðisins telst Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur,Garðabær, Álftanes og Hafnarfjörður. Svæði b) til d) miðast við kjördæmaskiptingu 1. desember 2006.  Við útreikning útbreiðslu er miðað við lögheimili manna.

Lágmarkskröfur um áfanga og hraða uppbyggingar skulu vera skv. eftirfarandi töflu:

Áfangar

(Tími frá útgáfu tíðniheimildar)

Lágmarkskrafa um útbreiðslu

(Hlutfall íbúa sem stendur til boða IMT-2000 þjónusta)

T1: 1 ár og 6 mánuðir

40% af íbúum landsins alls. Frjálst val um svæði.

T2: 2 ár og 6 mánuðir

30% af íbúum sérhvers svæðis a), b), c) og d)

T3: 4 ár

60% af íbúum sérhvers svæðis a), b), c) og d)

T4: 5 ár og 6 mánuðir

60-75 % af samanlögðum íbúafjölda svæða b), c) og d).

Ekki krafa, en þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á afslætti af tíðnigjöldum.

Til að mæla útbreiðslu þjónustunnar við lok hvers áfanga, samkvæmt ofangreindri töflu, verður lögð til grundvallar búseta manna (skráð lögheimili) miðað við 1. desember fyrra árs samkvæmt íbúaskrá sem gefin er út af Þjóðskrá.

Sjá nánar:
Útboðsauglýsing frá 28. desember 2006
Útboðslýsing
Fundargerð frá opnun tilboða 12. mars 2007

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pfs.is

 

Til baka