Hoppa yfir valmynd

PFS hefur sent til ESA drög að ákvörðun um markað fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkað fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkað fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14)

Tungumál EN
Heim
2. mars 2007

Póst og fjarskiptastofnun (PFS) hefur sent til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á markaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkað fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkað fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14). PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum þremur mörkuðunum 7, 13 og 14 og hyggst útnefna Símann með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim.
PFS hyggst leggja eftirfarandi kvaðir á Símann á markaði 7, 13 og 14:

• Kvöð um að verða við eðlilegum beiðnum um aðgang að leigulínum.
• Kvöð um jafnræði.
• Kvöð um gagnsæi og birtingu viðmiðunartilboðs.
• Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað.
• Kvöð um eftirlit með gjaldskrá.

Drög að ákvörðun um markað 7, 13 og 14 er send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun.

 

Til baka