Spurningar og svör vegna tíðniuppboðs 22. maí 2017
Uppboð PFS á tíðniheimildum á 700 MHz, 800 MHz, 2100 MHz og 2600 MHZ tíðnisviðunum fer fram þann 22. maí 2017. Uppboðið fer fram á rafrænu uppboðssvæði stofnunarinnar og hefst kl. 10:00.
Hér fyrir neðan er að finna spurningar sem borist hafa vegna uppboðsins og svör við þeim. Um er að ræða spurningar sem gætu falið í sér túlkun á ákvæðum eða viðbótarupplýsingar.
1. Hversu lengi er áætlað að bankaábyrgð skv. kafla 2.1.2 gildi?
Svar PFS:
Skv. kafla 2.1.2 á bankaábyrgð að gilda þar til að PFS hefur gefið út tíðniheimildir í uppboðinu og formlega lýst því loknu. Erfitt er að segja til um þann tíma fyrirfram, en í kjölfar tíðniuppboðs 2013 voru tíðniheimildir gefnar út 2 mánuðum eftir að uppboð hófst. Það er ekki hægt að slá því föstu að tíminn verði svipaður í þetta sinn, enda geta ýmis atriði tafið framkvæmdina s.s. kærumál.
2. Þurfa núverandi netrekendur að skila sundurliðaðri fjárfestingaráætlun skv. kafla 2.1.1 ?
Svar PFS:
Þessu ákvæði var ekki breytt í samráðsferlinu og ákvæðið stendur því. Þarna er hins vegar ekki um að ræða eins viðamikla og nákvæma áætlun og gerð er krafa um í kafla 3.2.3. Varðandi kafla 2.1.1 nægir að leggja fram lauslega áætlun um umfang fjárfestinga á ári fram til 2024.
3. Er hægt að afhenda geymslufé í stað bankaábyrgða skv. köflum 2.1.1 og 2.1.2?
Svar PFS:
Já PFS fellst á að taka við peningum í stað þessara bankaábyrgða.
4. Nánari upplýsingar um bankareiknings PFS ?
Svar PFS:
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík,
Bankanúmer 130
Höfuðbók26
Reikningsnúmer2499
PFS kennitala(ID)5703972499
IBAN númerIS65 0130 2600 2499 5703 9724 99
BIC NBIIISRE