Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Netöryggissveit PFS - CERT-ÍS

Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS tók til formlega til starfa í júní 2013 með gildistöku reglugerðar innanríkisráðuneytisins nr. 475/2013 um starfsemi netöryggissveitar innan Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS.

Markmiðið með starfsemi netöryggissveitarinnar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins.

Netumdæmi sveitarinnar nær til fjarskiptafyrirtækja sem reka almenn fjarskiptanet og/eða veita aðgang að internetinu og internetþjónustu, en ekki til almennra notenda. Einnig geta rekstraraðilar þeirra upplýsingakerfa sem teljast til ómissandi upplýsingainnviða gert þjónustusamninga við sveitina. Ómissandi upplýsingainnviðir eru til dæmis kerfi sem tryggja eiga þjóðaröryggi, almannaheill og margs konar öflun aðfanga sem nauðsynleg eru í nútíma samfélagi og verða þeir nánar skilgreindir af ríkislögreglustjóra.

Netöryggissveitin  greinir og metur öryggisatvik innan netumdæmis síns, leiðbeinir og/eða leiðir viðbrögð við öryggisatvikum og er samhæfingaraðili þegar um stærri atvik er að ræða.

CERT-ÍS er einnig tengiliður íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegu samstarfi CERT netöryggissveita um viðbrögð og varnir vegna net- og upplýsingaöryggis.

Reglugerð  um málefni CERT-ÍS netöryggissveitar nr. 475/2013

Vefsíða netöryggissveitarinnar


 Æfingar gegn netvá

Netöryggissveitin CERT-ÍS stendur m.a. fyrir æfingum gegn netvá.

Þann 22. nóvember 2016 hélt sveitin netöryggisæfingu með þeim innlendu aðilum sem falla undir þjónustuhóp sveitarinnar í samræmi við ákvæði fjarskiptalaga. Þar er um að ræða bæði netþjónustu- og hýsingaraðila.

Á æfingunni voru sviðsett og æfð viðbrögð við mjög alvarlegum öryggisatvikum af ýmsu tagi sem upp geta komið í mikilvægum netinnviðum hérlendis.

Markmið æfingarinnar var að efla samhæfingu og samvinnu milli aðila, þróa upplýsingaskipti og tilkynningar og slípa til tengiliðalista, verkferla og viðbragðsáætlanir.

Á vef netöryggissveitarinnar www.cert.is er að finna skýrslu um æfinguna:

Skýrsla um netæfingu 2016 gegn netvá

 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?