Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

M 7.13 og 14 - Ákvörðun 20/2007

Ákvörðun PFS nr. 20/2007 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á smásölumarkaði fyrir:

  • Markað 7 - lágmarksframboð af leigulínum,
  • Markað 13 - heildsölumarkað fyrir lúkningahluta leigulína,
  • Markað 14 - heildsölumarkað fyrir stofnlínuhluta leigulína
Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú lokið markaðsgreiningu á mörkuðum 7, 13 og 14 og birti ákvörðun sína þann 14. september 2007.
Markmið fjarskiptalöggjafarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar með markaðsgreiningunni er að greina stöðu samkeppni á fjarskiptamarkaði og leggja á viðeigandi kvaðir til að efla samkeppni, sé hún ekki talin vera nægjanlega virk, eins og sú niðurstaða sem nú liggur fyrir gefur til kynna. Það er von stofnunarinnar að með þessu mikilvæga skrefi muni samkeppni á leigulínumörkuðum eflast, neytendum til hagsbóta.

Útnefning aðila með umtalsverðan markaðsstyrk á leigulínumörkuðum
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú lokið greiningu á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum, heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína. Á grundvelli niðurstaðna úr markaðsgreiningu hefur PFS ákveðið að útnefna Símann hf. með umtalsverðan markaðsstyrk á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum og Símann hf. og Mílu ehf. með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.

Kvaðir á smásölumarkaði
PFS hefur ákveðið að leggja á Símann hf. skyldu til að veita aðgang að tilteknum leigulínum um land allt á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7). Félagið skal tryggja að sú þjónusta, sem hefur verið í boði, standi áfram til boða í hæfilegan tíma og einungis er heimilt að fella niður þjónustu að höfðu samráði við hlutaðeigandi notendur og með fyrirfram samþykki PFS. Jafnframt eru lagðar kvaðir á Símann um jafnræði, gagnsæi, bókhaldslegan aðskilnað og eftirlit með gjaldskrá á viðkomandi smásölumarkaði.

Kvaðir á heildsölumörkuðum
PFS hefur ákveðið að leggja á Símann hf. og Mílu ehf. þá kvöð að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang fyrir lúkningarhluta og stofnlínuhluta leigulína og þjónustu á heildsölustigi. Jafnframt eru lagðar kvaðir á félögin um jafnræði, gagnsæi, bókhaldslegan aðskilnað og eftirlit með gjaldskrá á viðkomandi heildsölumörkuðum.

Ákvörðun PFS nr. 20/2007 um markaði 7, 13 og 14 (PDF)

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?