Ljósleiðarauppbygging og ríkisstyrkir
Á þessari síður eru upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð fyrir opinbera aðila sem áforma uppbyggingu ljósleiðarakerfa.
Efnisyfirlit síðunnar. Smellið á hlekkina til að fara beint í viðkomandi efni:
- Fyrirmynd að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara
- Hlekkur í lista yfir auglýsingar sveitarfélaga um fyrirhugaða lagningu ljósleiðara
- Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
- Verklagsreglur um gerð staðarlista
- Þjónustulýsing Póst- og fjarskiptastofnunar vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum
- Skýrslur PFS til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um verkefni sín vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga
1. Fyrirmynd að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara
Þegar sveitarfélög áforma að ráðast í lagningu ljósleiðara er gert ráð fyrir að birtar séu auglýsingar um áformin og áhugi markaðsaðila á verkefninu kannaður
Gerð hefur verið fyrirmynd að texta slíkrar auglýsingar sem sveitarfélög eru hvött til að notfæra sér:
Fyrirmynd að texta auglýsingar
Sveitarfélögum er ráðlagt að auglýsa áform sín opinberlega í a.m.k. einu dagblaði á landsvísu ásamt birtingu á eigin vef og í staðbundnum fjölmiðlum eftir atvikum.
Einnig fær PFS afrit af auglýsingum og birtir hér á vefnum eftir því sem þær berast:
Auglýsingar sveitarfélaga um fyrirhugaða lagningu ljósleiðara |
2. Leiðbeiningar PFS
3. Verklagsreglur um gerð staðarlista
Hér er um að ræða leiðbeiningar til sveitarfélaga um hvernig standa skuli að því að ákveða hvaða heimili og vinnustaðir skulu tengdir ljósleiðara innan sveitarfélagsins, þegar uppbyggingingin á sér stað með fjárstuðningi þess.
Annars vegar er um að ræða tengingar heimila og vinnustaða sem sveitarfélagið hefur í hyggju að styrkja, hins vegar ákvarðanir varðandi aðra tengistaði sem eðlilegt þykir að gera ráð fyrir í slíku verkefni, þó svo að sveitarfélag veiti ekki fjárstuðning viðkomandi tenginga. Þarna er átt við t.d. sumarhús og tengingar farnetssenda við ljósleiðara. Verklagsreglurnar fela í sér skýringar á hugtökum sem reynir á við ákvarðanatöku þegar staðarlistar eru gerðir og ábendingar um framkvæmdaleg atriði sem skynsamlegt er að fylgja að áliti Póst- og fjarskiptastofnunar.
Verklagsreglur um gerð staðalista - uppfært 12.11.2018
4. Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum
Póst– og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samið lýsingu á þjónustu sem stofnunin veitir í tengslum við uppbyggingu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila á háhraðanetum út frá ríkisaðstoðarreglum EES. Þegar sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar hyggjast ráðast í framkvæmdir við útbreiðslu háhraðaneta ber að fylgja ríkisaðstoðarreglum EES.
Í þjónustulýsingunni hér fyrir neðan má sjá hvað felst í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem stofnunin veitir aðilum að því er varðar uppbyggingu háhraðaneta.
Þjónustulýsing PFS vegna uppbyggingar opinberra aðila á háhraðanetum (PDF)
5. Skýrslur PFS um verkefni sín vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga
Póst og fjarskiptastofnun (PFS) gerði samning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um tiltekin verkefni sem stofnunin skyldi sinna í tengslum við átak stjórnvalda um ljósleiðarauppbyggingu sveitarfélaga. Verkefnið hófst 2014, en samningurinn var undirritaður árið 2015 og nær til þriggja ára. Hér fyrir neðan eru skýrslur sem PFS hefur skilað ráðuneytinu um þessi verkefni sín.
Skýrsla um verkefni PFS árið 2015 vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga - Skilað í febrúar 2016
Skýrsla um verkefni PFS árið 2016 vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga - Skilað í mars 2017